Jólaball

Jólaball

Það er fátt sem er skemmtilegra fyrir yngri kynslóðina heldur en gott jólaball. Hérna fá Jólasveinarnir tækifæri til að sýna vel hvað í þeim býr. Við dustum rykið af dansstígvélunum góðu og dönsum í kringum jólatréð. Jólasveinarnir hjá Sveinka hafa farið á hátt í 2.000 jólaböll á síðustu tveim áratugum og hafa ómetanlega reynslu í að aðlagast öllum aldurshópum.  Við tökum að okkur jólaböll og skemmtanir af öllum stærðargráðum. Sveinki þekkir fullt af úrvals tónlistarfólki sem og tónlistarstjórum sem geta stjórnað ballinu frá A-Ö. Sendið okkur línu og við gerum ykkur gott tilboð.
  • 20-30 mín heimsókn
  • 4-5 lög
  • Dreifa pökkum (gjafir ekki innifaldar)
  • 20-250 manns


Scroll to Top