Spurt og svarað
Get ég sett eitthvað í pokann hjá ykkur?
Já, við komum alltaf með jólapokann með okkur, og ekkert mál að lauma litlum pakka, nammi eða mandarínum með áður en við komum inn. Einnig bjóðum við uppá nammi frá Nóa Siríus og “Bjarnanammi” fyrir þá sem vilja hafa sem minnst fyrir hlutunum.
Hvað þýðir “tímarammi”?
Það er alltaf mjög mikið að gera hjá okkur yfir jólatímabilið (eins og gefur til kynna) og þurfum við að hafa smá sveigjanleika vegna umferðar og þess háttar. Tímaramminn bæði til að aðstoða með tafir og til að við getum gert eins snöggan “rúnt” og mögulegt er fyrir teymin okkar.
Afhverju er tímaramminn 4 klukkutímar á Aðfangadegi?
Aðfangadagur er okkar allra stærsti dagur, og þar þurfum við svigrúm til að búa til sneggsta “rúntinn” sem kostur er á fyrir teymin okkar. En við bendum á að hægt er að panta “fastan tíma” þar sem tímaramminn styttist í 30 mínútur.
Hvað koma margir Jólasveinar í heimsóknir?
Við komum ávallt að lágmarki tveir saman, en ekkert mál að bæta við fleirum ef aðstæður eru þannig.