Velkomin á sveinki.is

Sveinkarnir okkar eru með áralanga reynslu af allskonar jólaviðburðum, sem að skilar sér í því að þeir eru fljótir að lesa í aðstæður og ná til allra, unga sem aldna. Það er fátt sem að þessir sveinkar geta ekki gert, en einn af þeim kann ekki að flauta tildæmis. Og svo kann Stúfur ekki að tannbursta sig og fullt fleira, en ég hef bara ekki tíma í að telja það allt upp.

Okkar Þjónusta

26.000 kr.

Vertu með skemmtilegasta jólaboðið í bænum og fáðu Jólasveina frá Sveinka með stuðið. Við mætum að sjálfsögðu með góða skapið og gítarinn góða í hönd. Sláum á létta strengi, syngjum nokkur lög og stillum okkur upp í myndatöku með þeim sem vilja ásamt því að gefa úr pokanum sé þess óskað.

Fá tilboð

Það er fátt sem er skemmtilegra fyrir yngri kynslóðina heldur en gott jólaball. Hérna fá Jólasveinarnir tækifæri til að sýna vel hvað í þeim býr. Við dustum rykið af dansstígvélunum góðu og dönsum í kringum jólatréð.

Fá tilboð

Sá sem segir að jólasveinninn sé bara fyrir yngri kynslóðina hefur ekki verið í veislu með jólasveinum frá Sveinka. Sveinki kann nefnilega að rífa partíð upp á næsta plan.

14.000 kr.

Allir Jólasveinarnir hjá Sveinka ferðast tveir saman á aðfangadag og kíkja glaðir í heimsókn. Þeir eiga það til að bresta í söng, skemmta ungum og gömlum og stilla sér upp í myndatöku.

24.000 kr.

Allir Jólasveinarnir hjá Sveinka ferðast tveir saman á aðfangadag og kíkja glaðir í heimsókn. Þeir eiga það til að bresta í söng, skemmta ungum og gömlum og stilla sér upp í myndatöku.

50.000 kr.

Að sjálfsögðu er hægt að fá þá bræður á jóladag og Annan í Jólum. Sveinkarnir mæta í sýnu fínasta jóladressi og skapi, gítarinn góða að sjálfsögðu í hönd. Komdu þínum gestum á óvart yfir jólin.

Fá tilboð

Er jólapeysudagur eða litlujól í vændum á þínum vinnustað? Sveinki hefur verið að skella sér í heimsóknir á vinnustaði og gítarinn góði fylgir ávallt með.

26.000 kr.

Ekkert brýtur jafnvel upp á afmæli að vetri til og heimsókn frá Jólasveininum. Afmælisbörn elska að fá Jólasveininn í afmælið sitt. Sveinki kemur með góða skapið, sprellið, sungið jólalög og að sjálfsögðu afmælissönginn. Hægt er að koma hverju sem er fyrir í pokanum hans.

Fá tilboð

Við höfum gaman að allskonar skemmtilegum hugmyndum og erum snillingar í að gera hugmyndirnar þínar að veruleika. Sendu á okkur þínar hugmyndir og verðum í sambandi.

Myndbönd

Spurt og svarað

Get ég sett eitthvað í pokann hjá ykkur?

Já, við komum alltaf með jólapokann með okkur, og ekkert mál að lauma litlum pakka, nammi eða mandarínum með áður en við komum inn. Einnig bjóðum við upp á nammi frá Nóa Siríus og “Bjarnanammi” fyrir þá sem vilja.

Hvað þýðir “tímarammi”?

Til að geta raðað rúntinum skynsamlega upp hjá jólasveinum okkar þá biðjum við alla um að gefa okkur að lágmarki 60 mínútna tíma ramma.
Ef að þú ert t.d. Með jólaboð milli 15:00 og 17:00 þá gæti verið gott fyrir þig að setja tímann 15:30 til 16:30. Við látum svo vita með góðum fyrirvara á hvaða tíma milli 15:30 og 16:30 við komum. Ásamt því að hringja í þig þegar að við erum rétt ókomnir.

Afhverju er tímaramminn 4 klukkutímar á Aðfangadegi?

Aðfangadagur er okkar allra stærsti dagur og þar biðjum við um góðan tímaramma til að geta raðað rúntinum sem skynsamlegast upp fyrir teymin okkar og svo að flestir geta fengið heimsókn frá jólasveinunum. En við bendum á að hægt er að panta “fastan tíma” þar sem tímaramminn styttist í 30 mínútur.

Hvað koma margir Jólasveinar í heimsóknir?

Við komum ávallt að lágmarki tveir saman, en getum komið allt að þrettán saman sé þess óskað.

Sveinka Meðmæli

Scroll to Top